Rafrænar undirritanir

Rafrænar undirritanir

Húnaþing vestra hefur tekið upp rafrænar undirritanir með Signet undirritunarkerfinu. Signet uppfyllir kröfur reglugerðar EU (eIDAS) um rafrænar undirskriftir, GDPR og ISO27001.

Rafrænar undirritanir eru til mikilla hægðarauka. Þær spara tíma og eru umhverfisvænar þar sem ekki þarf að keyra á milli staða til að skrifa undir. Það verða þó aldrei allir samningar undirritaðir rafrænt og þeir sem heldur kjósa að skrifa undir upp á gamla mátann verða ávallt velkomnir í Ráðhúsið

Var efnið á síðunni hjálplegt?