Rafíþróttamót Samfés og félagsmiðstöðvanna

Rafíþróttamót Samfés og félagsmiðstöðvanna

Á morgun föstudaginn 5. febrúar mun Órion taka þátt í rafíþróttamóti Samfés og félagsmiðstöðvanna og mun mótið fara fram milli klukkan 16:00 og 23:00.

Nemendur í unglingadeild grunnskólans munu keppa í CS:GO og Fortnite, og eru samtals 8 keppendur skráðir til leiks.

Skráningu er nú lokið fyrir mótið en ætlunin er að nemendur í unglingadeild grunnskólans geti kíkt á mótið í Órion á meðan það stendur yfir. Enn er beðið eftir dagskrá með leiktímum Órions, og verður áhorfstími því auglýstur síðar í dag eða á morgun þegar dagskráin berst frá Samfés.

Var efnið á síðunni hjálplegt?