Óveruleg breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar

Óveruleg breyting á deiliskipulagi austan Norðurbrautar

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra, sem haldinn var þriðjudaginn 11. september 2025, var samþykkt að grenndarkynna tillögu að nýjum göngustíg milli Lindarvegar og Kirkjuvegar, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi. Tillagan er grenndarkynnt fyrir eigendum og íbúum aðliggjandi lóða, nánar tiltekið Lindarvegi 6, 8, 10 og 12, auk Kirkjuvegar 2, 4, 6 og 8.

Skoða má tillöguna á skipulagsgáttinni.

 

Íbúum og lóðareigendum er gefinn kostur á að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, ef einhverjar eru, til skipulagsfulltrúa Húnaþings vestra. Athugasemdir má senda með tölvupósti á skipulagsfulltrui@hunathing.is, skila þeim á skrifstofu Húnaþings vestra í Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, eða koma á framfæri í síma 455 2400 á opnunartíma skrifstofunnar, mánudaga - fimmtudaga frá kl. 10:00 - 14:00 og föstudaga kl. 10:00 - 12:00.

 

Athugasemdafrestur er frá 28. nóvember 2025 til og með 30. desember 2025.

Var efnið á síðunni hjálplegt?