Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra - samþykkt

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra - samþykkt

Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026

Landnotkun við Garðaveg 3

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti 14. mars 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að reitur sem merktur er íbúðarbyggð og er hluti af landnotkunarreit ÍB-2 verði felldur úr skipulaginu og svæðið verði hluti af nærliggjandi opnu svæði OP-2. Hluti sameinast nærliggjandi landnotkunarreit S-5 sem stækkar um 0,02 ha. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 6. mars 2019 í m.kv. 1:10.000.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Sveitarstjóri Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?