Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2021

Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2021

Umhverfisviðurkenningar 2021

Óskað er eftir ábendingum og tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Húnaþings vestra 2021. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið; umhverfisstjori@hunathing.is fyrir 16. ágúst nk.

Með umhverfisviðurkenningum vill nefndin sem er skipuð af sveitarstjórn Húnaþings vestra vekja athygli á því sem vel er gert í sveitarfélaginu hvað varðar hirðingu og frágang lóða, snyrtilegra sveitarbæja og atvinnulóða. Einnig má benda á önnur svæði eða einstaklinga sem skilið ættu viðurkenningu.

Með sumarkveðju

Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?