Orðsending til kattaeigenda í Húnaþingi vestra

Orðsending til kattaeigenda í Húnaþingi vestra

Nú er sá árstími sem að fuglar eru að reyna að koma upp ungum sínum. Kvartað hefur verið yfir því að margir ungar lendi í kattarkjafti. Kattaeigendur eru því beðnir um að fylgjast vel með köttum sínum og sjá til þess að þeir séu merktir og með bjöllur um hálsinn. Minnt er á að í 6. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra kemur fram að eigendum og umráðamönnum katta beri að taka tillit til fuglalífs á varptíma og takmarka eftir atvikum útiveru katta, m.a. að næturlagi.

Kattahald á Hvammstanga, Borðeyri og Laugarbakka er háð leyfi sveitarstjórnar, en umsóknir um leyfi til kattahalds skal skila inn á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins, sjá nánar II. kafla samþykktar nr. 297/2013 um hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra. 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?