Opnun sundlaugar

Opnun sundlaugar

Síðustu vikur hafa staðið yfir viðamiklar endurbætur á sundlauginni á Hvammstanga. Gerður hefur verið lagnakjallari milli sundlaugar og húss til að auðvelda viðhald lagna sem hefur verið vandkvæðum bundið undanfarin ár. Lagnakerfi laugarinnar var komið til ára sinna og hafði verið að gefa sig með tilheyrandi óþægindum og erfiðleikum við að komast að lögnum til viðgerða. Einnig hefur verið skipt um dúk á lauginni sem orðinn var mun eldri en sá líftími sem gefinn er upp af framleiðanda. Var ástand dúksins farið að ógna öryggi sundlaugargesta auk þess sem hætta var orðin á skemmdum á lauginni sjálfri. Nú eru framkvæmdir á lokametrunum og hægt að fara að opna laugina að nýju.

Stefnt er á opnun laugarinnar föstudaginn 21. júlí kl. 13:00. 

Framkvæmdum er ekki að fullu lokið og því má búast við skertri starfsemi fyrst um sinn meðan verið er að fínstilla búnað og vinna að lokafrágangi. Ef til þess kemur verður það auglýst sérstaklega.

Við þökkum íbúum og og öðrum gestum biðlund á meðan á framkvæmdum hefur staðið.

Var efnið á síðunni hjálplegt?