Opið fyrir umsóknir um hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið

Opið fyrir umsóknir um hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið

Þessa dagana stendur yfir umsóknarferli fyrir hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið. Hetjuupplifanir eru upplifanir sem sérstaklega eru valdar út og dregnar fram sem eitthvað sérstakt sem einkennir Norðurstrandarleið. Slíkar upplifanir eru nú í boði hjá Síldarminjasafninu á Siglufirði, Brimslóð á Blönduósi, Norðursiglingu, Arctic Trip, Ytra Lóni og Hvalaskoðun og Ektafiski á Hauganesi.

Á vef Markaðsstofu Norðurlands segir að hetjuupplifanir skapi sérstöðu fyrir Norðurstrandarleið og séu lykilþáttur í markaðssetningu á öllu því sem er í boði á leiðinni. Nú er opið fyrir umsóknir fyrir þróun hetjuupplifanna sem verða í boði frá september 2020, en umsóknarfresturinn rennur út þann 15. febrúar nk. Á næsta ári verða teknar verða inn 1-3 nýjar hetjuupplifanir og verður ákveðið hverjar þær eru þann 15. mars nk. Í framhaldi af því skrifar viðkomandi samstarfsfyrirtæki undir sérstakan samning um þróun og markaðssetningu en upplifunin þarf að vera tilbúin fyrir sölu og markaðssetningu þann 1. september 2020. Þessar upplifanir þurfa að vera í boði í minnst þrjú ár til að skapa gott svigrúm fyrir markaðssetningu.

Upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna í sjötta kafla í Tool kit skjali sem meðlimir í Norðurstrandarleið hafa fengið sent og er þar einnig að finna umsóknareyðublaðið. Umsóknir skal senda á info@arcticcoastway.is.

Lesa má nánar um hetjuupplifanir í ellefta kafla í söluhandbókinni fyrir Norðurstrandarleið en tengill á hana er: https://www.northiceland.is/static/files/ACW/arcticcoastway_trademanual_digital.pdf

Var efnið á síðunni hjálplegt?