Öldungaráð Húnaþings vestra

Öldungaráð Húnaþings vestra

 1. fundur Öldungaráðs Húnaþings vestra var haldinn í gær 22. október.

Öldungaráð starfar á fjölskyldusviði og heyrir undir sveitarstjórn Húnaþings vestra. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, eða fulltrúi hans starfar með ráðinu.

Öldungaráð er félagsmálaráði og sveitarstjórn Húnaþings vestra til ráðgjafar um málefni og hagsmuni þeirra íbúa í Húnaþingi vestra sem eru 60 ára og eldri. Öldungaráð starfar í umboði sveitarstjórnar Húnaþings vestra, eftir því sem nánar segir í samþykkt þessari og með vísan til 38. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og 8. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?