Nýtt hlaupabretti í þreksal íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra

Í febrúar 2012 samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að ráðstafa endurgreiðslu frá Landsbankanum í fjölbreytt samfélagsverkefni sem með einum eða öðrum hætti snerta íbúa Húnaþings vestra. Eitt af þeim verkefnum var að festa kaupa á nýju hlaupabretti í þrektækjasal Íþróttamiðstöðvarinnar.

Nú er komið nýtt og glæsilegt hlaupabretti í húsið og af þessu tilefni verður frítt í þrektækjasal og sund mánudaginn 28. maí, frá kl. 10-14.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Var efnið á síðunni hjálplegt?