Nýsköpunarhraðall landsbyggðarinnar

Nýsköpunarhraðall landsbyggðarinnar

Nýsköpunarhraðallinn Startup landið auglýsir eftir þátttakendum. Um er að ræða vettvang fyrir frumkvöðla á landsbyggðinni til að vinna með viðskiptahugmyndir sínar. Hraðallinn er skipulagður af landshlutasamtökum hringinn í kringum landið. Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja.

Leitað er að  frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum sem eru komin af hugmyndastigi og vilja þróa verkefnið sitt áfram með stuðningi sérfræðinga og tengslanets.

Umsóknarfrestur er til 31. ágúst og gert er ráð fyrir að hraðallinn standi yfir í 7 vikur, frá 18. september til 30. október.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins

Við hvetjum þau sem luma á viðskiptahugmynd sem þau langar til að hrinda í framkvæmd til að skoða málið og skrá sig. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?