Nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs

Nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs

Lúðvík Friðrik Ægisson vélstjóri og með BSc í véla- og orkutæknifræði hefur verið ráðinn sem nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra.  Lúðvík starfaði áður sem tækni- og vélfræðingur hjá Hamar vélsmiðju.  Starf sviðsstjóra felst í að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- og auðlindamálum en undir þau falla meðal annars vatnsveita, fráveita og hitaveita.  Einnig fer sviðið með málefni brunavarna, rekstur eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar, garðyrkju- og umhverfismála, hafnarsjóðs og annarra eigna er tilheyra sveitarfélaginu. 

Alls bárust 11 umsóknir um sviðsstjórastarfið.  Lúðvík Ægir hefur störf í dag, 1. mars. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?