Nýjung í félagsmiðstöðinni Órion

Nýjung í félagsmiðstöðinni Órion

Fjölskyldusvið ætlar að bjóða upp á vikulegar samverur fyrir fullorðna einstaklinga á þriðjudögum kl. 13-15 í félagsmiðstöðinni Órion.

Byrjað verður að hafa opið í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, í húsnæði á Höfðabraut 6, inngangur lengst til suðurs.

Í dag er opið hús en síðan mun koma nánari dagskrá.

Það sem er alltaf í boði er að fá sér kaffibolla eða te, vera með handavinnu með sér og sýna eða læra frá öðrum, spjalla um bækur (bókasafn er við hliðina!), taka í spil eða fara saman í gönguferð. Það er líka aðstaða til að baka vöfflur eða pizzur, horfa á myndir eða spila borðspil. Einnig er möguleiki að fá leiðbeinenda til að koma með kynningu eða námskeið og er velkomið að koma með hugmyndir um það.

Leitað er eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að mota þetta félagsstarf með okkur svo það gagnist öllum notendum sem best!

Hlökkum til sjá ykkur!

Var efnið á síðunni hjálplegt?