Nýjar reglur um sölu á lausafé Húnaþings vestra

Ánastaðastapi. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.
Ánastaðastapi. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Á 377. fundi sveitarstjórnar voru samþykktar nýjar reglur um sölu á lausafé í eigu sveitarfélagsins. Eru reglurnar settar til að samræmis sé gætt við rástöfun á lausafé sem ekki eru lengur not fyrir og að hagsmuna sveitarfélagsins sé sem best gætt við ráðstöfun þess. Jafnframt til að jafnræðis sé gætt við sölu lausafjármuna og að sem flest áhugasöm hafi tækifæri til að bjóða í viðkomandi hluti.

Skv. reglunum skulu allar sölur sem ætla mæti að verði yfir kr. 1.500.000 samþykktar af byggðarráði. Ef áætlað söluverðmæti er undir kr. 300.000 að undangengnu vel ígrunduðu mati er heimilt að selja lausafé beinni sölu án þess að leitað sé tilboða. Ef áætlað söluvermæti er á bilinu kr. 300.000 til 1.500.000 skal fylgja ákveðnu söluferli sem tilgreint er í reglunum.

Reglur um sölu á lausafé er að finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?