Ný húsnæðisáætlun samþykkt

Ný húsnæðisáætlun samþykkt

Á síðasta fundi sínum, þann 11. janúar síðastliðinn, samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra uppfærða Húsnæðisáætlun fyrir árin 2024-2033.

Húsnæðisáætlanir voru fyrst unnar á árinu 2022. Er þeim ætlað að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf, bæði til skemmri og lengri tíma. 

Lítil breyting hefur verið gerð á áætluninni á milli ára. Í áætlun árins 2023 hafði mannfjöldaspá verið uppfærð eftir fjölgun frá árinu áður og þar sem fjölgun frá árinu 2022 var í takt við háspá. Er áfram gengið út frá sambærilegu mynstri í þeim sviðsmyndum sem dregnar eru upp í áætluninni með tilliti mannfjölda: lágspá, miðspá og háspá. Íbúðaþörf er reiknuð út miðað við þær forsendur sem mannfjöldaspárnar gefa sem og þjónustuþörf.

Ný húsnæðisáætlun Húnaþings vestra er aðgengileg hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?