Námskeið fyrir starfsfólk Húnaþings vestra

Námskeið fyrir starfsfólk Húnaþings vestra

Í kjölfar „Fræðslustjóri að láni í Húnaþingi vestra“ gerði stýrihópur tillögu að fræðsluáætlun fyrir starfsfólk Húnaþings vestra til þriggja ára. Eftirfarandi fræðsla er í boði á vorönn 2018, starfsmönnum að kostnaðarlausu.

  • Samskipti á vinnustað, um einelti og áhrif þess á  starfsumhverfi okkar. Fyrirlestur.

            Leiðbeinandi: Sigríður Ólafsdóttir, ACC markþjálfi.

            Hvar: Í fjarnámsstofunni að Höfðabraut 6.

Hvenær: Námskeiðið hefst um leið og skráningu er náð. Gert er ráð fyrir 10 – 12 þátttakendum.

 

  • Tölvunámskeið. Excel fyrir byrjendur. 20 kest.

        Leiðbeinandi: Ragnheiður Sveinsdóttir.

            Hvar: Í Grunnskóla Húnaþings vestra.

            Hvenær:  Námskeiðið hefst mánudaginn 16. apríl. Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 18:00—20:00.

 

  • Borðum okkur til betri heilsu. Fyrirlestur.

Leiðbeinandi: Sólveig Sigurðardóttir. 

Sólveig tók mataræði sitt í gegn og  öðlaðist við það nýtt líf. Við getum lært margt af hennar sögu.

Hvar: Í fjarnámsstofunni að Höfðabraut 6.

            Hvenær: 17. apríl, kl. 18:00.

 

  • Austurlensk matargerð – fyrir vinnustaðahópa.

            Leiðbeinandi:  Jenný Tryggvadóttir.

            Hvar: Í skólaeldhúsi Grunnskóla Húnaþings vestra. 

Hvenær: Um leið og skráningar hafa borist. Tilvalið fyrir samstarfsfólk að elda saman í eina kvöldstund og kynnast framandi menningu í matargerð. Gert er ráð fyrir 6 þátttakendum í hverjum hópi.

Sjá nánari lýsingar á heimasíðu Farskólans; www.farskolinn.is undir „námskeið“. Þar er einnig hægt að skrá sig. Einnig er tekið við skráningum í síma 455 – 6010 og á farskolinn@farskolinn.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?