Markaskrá 2020.

Markaskrá 2020.

Samkvæmt lögum um afréttarmálefni,fjallskil o.fl. og reglugerð um búfjármörk og o.fl. þá skulu markaskrár gefnar út samtímis um allt land eigi sjaldnar en 8. hvert ár.                          

Síðasta skrá kom út 2012 og skal því gefa út þá næstu árið 2020.

Er því tímabært að hefja vinnu við söfnum marka í nýja skrá.

Undirritaður,nýráðinn markavörður í V-Hún ætlar að vera í fundarsal Ráðhússins n.k föstudag 6 des frá kl 13 til 16 og taka við skráningum í nýja skrá.

Það væri gott að sem flestir gætu komið og gengið frá sínum skráningum.

Gjald fyrir hvert mark er 2500 kr og óskast greitt við skráningu.

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta þennan dag geta hafa samband í S:8665796 eða á netfangið midhop@simnet.is og gengið frá sínum málum.

Skráningum skal lokið fyrir áramót.

Með von um gott samstarf á næstu vikum við þetta verkefni.

 

                                                                    Ólafur Benediktsson.

                                                                          Miðhópi.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?