Málstefna Húnaþings vestra samþykkt

Málstefna Húnaþings vestra samþykkt

Byggðarráð samþykkti á 1203. fundi sínum þann 22. janúar 2024 að vísa drögum að Málstefnu Húnaþings vestra fyrir árin 2024-2028 til umsagnar á heimasíðu sveitarfélagsins. Var það gert með umsagnarfrest til 6. ferúar 2024. Engar atugasemdir bárust. Sveitarstjórn samþykkti stefnuna á 379. fundi sínum sem fram fór 12. mars 2024. 

Sveitarfélögum er skylt að setja sér málstefnu skv. sveitarstjórnarlögum. Í stefnunni kemur meðal annars fram að íslenskan skuli vera í öndvegi en að allar lykilupplýsingar skuli vera aðgengilegar á ensku eins og kostur er eða á öðrum þeim tungumálum sem flestir íbúar sveitarfélagsins eiga að móðurmáli. Á síðasta ári var þýðingarvél bætt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem hægt er að þýða efni heimasíðunnar á 20 tungumál.

Í stefnunni eru tilgreindar 10 aðgerðir sem eiga að tryggja innleiðingu hennar á komandi árum.

Málstefnuna er að finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?