Málörvun og læsi færni til framtíðar

Málörvun og læsi færni til framtíðar er heiti þróunarverkefnis sem leikskólar í austur og vestur Húnavatnssýslum ásamt Strandabyggð eru að hefja. Starfsdagur var hjá leikskólunum 20. ágúst og sameinaðist allt starfsfólk skólanna hér í Ásgarði á Hvammstanga . Verkefnastjóri verkefnisins er Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur. Ábyrðarmenn verkefnisins eru Guðrún Lára Magnúsdóttir, skólastjóri og Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri austur Húnavatnssýslu. Tengiliðir verkefnisins fyrir hönd Ásgarðs eru Elsa Rut Róbertsdóttir, deildastjóri og Þórunn Helga Þorvaldsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Markmið verkefnisins er Að styrkja og efla málþroska allra leikskólabarna með áherslu á læsi í víðum skilningi.

 

 Guðrún Lára Magnúsdóttir,  skólstjóri Leikskólans Ásgarðs


asgardur22150821001.jpg


Var efnið á síðunni hjálplegt?