Lokastyrkir til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í Húnaþingi vestra

Mynd: Chaitawat/Pixabay
Mynd: Chaitawat/Pixabay

Húnaþing vestra ráðstafar að hámarki kr.  8 milljónum á árinu 2023 í styrki til þeirra ljósleiðaratenginga sem eftir standa í dreifbýli í sveitarfélaginu. Er um að ræða fjármagn sem eru eftirstöðvar til átaksins Ísland ljóstengt og koma til vegna lægri kostnaðar en áætlað var við verkefnið sem og tilfærslu staðfanga. Með styrkveitingum þessum lýkur ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í sveitarfélaginu af hálfu sveitarfélagsins. Tengingar sem síðar kunna að vera lagðar í dreifbýli verða alfarið á kostnað land- og eða húseigenda. 

Reglur vegna úthlutunarinnar er að finna hér. 

Umsóknum ásamt nauðsynlegum fylgigögnum skal skilað til Húnaþings vestra á netfangið skrifstofa@hunathing.is fyrir 11. maí 2023.

Nánari upplýsingar veitir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri á netfanginu unnur@hunathing.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?