Ljósin tendruð á jólatrénu

Ljósin tendruð á jólatrénu

Í morgun voru ljósin tendruð á jólatrénu okkar við Félagsheimilið á Hvammstanga.

Vegna sóttvarnatakmarkana var ekki hefðbundin dagskrá við félagsheimilið.

Börn í 1. - 4. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra voru þó viðstödd, gengu kringum jólatréð og sungu jólalög. Jólasveinar litu við og Sr. Magnús Magnússon flutti ávarp. 

horfa má á brot af upptökunni hér.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að njóta aðventunnar í faðmi fjölskyldunnar.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?