Lífshlaupið 2022

Lífshlaupið 2022

Aukum félagsandann og búum til skemmtilega stemmningu á vinnustaðnum - Tökum þátt í lífshlaupinu!

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að huga að heilsunni!

Lífshlaupið er skemmtilegur og góður vettvangur fyrir þá sem vilja byrja að hreyfa sig eða hreyfa sig nú þegar reglulega og vilja skrá hreyfinguna markvisst, hafa yfirlit og setja sér markmið og/eða keppa við önnur fyrirtæki í nærumhverfinu.

Til að þess að fá stig fyrir sitt lið í Lífshlaupinu er það eina sem þarf að hreyfa sig samtals í 30 mínútur á dag. Þú þarft ekki að vera ofurhlaupari, ofurhjólreiðakappi eða annarskonar afreksmaður til þess að taka þátt – Það þarf bara að hreyfa sig reglulega, helst daglega. 100% þátttökuhlutfall fæst með því að hreyfa sig 5 daga vikunnar í 30 mín í senn.

Til þess að ganga vel í keppninni þarf vinnustaðurinn að vera með sem hæst hlutfall hreyfidaga. Til dæmis ef 10 manns starfa á vinnustaðnum en níu taka þátt og þessir níu hreyfa sig alla daga í 30 mínútur á dag þá er hlutfallið hjá þeim 90%. Það breytir því ekki þó einhver einn hreyfi sig í 5 klst. á dag – staða liðsins í keppninni breytist ekkert.

 

Lífshlaupið snýst sem sagt um að fá sem flesta með í lið og fá sem flesta til að hreyfa sig sem oftast! Hvort sem þú ert byrjandi sem vilt fara að hreyfa þig reglulega eða ofurhlaupari og vilt taka þátt fyrir þinn vinnustað.

Skráningarferlið er einfalt og þægilegt.

 

SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á www.lifshlaupid.is/innskraning. og fínar leiðbeiningar má finna hér og svo hér á ensku.

Gaman er að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu. Börnum 15 ára og yngri er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og 16 ára og eldri a.m.k. 30 mínútur á dag.

www.lifshlaupid.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?