Leiksýning um Gísla Súrsson og örlög hans

Foreldrar!!

Mánudaginn 15. apríl verður leiksýning í félagsheimilinu Ásbyrgi fyrir 5. – 10. bekk kl. 13:00. Sýningin er klukkustund og fjallar um Gísla Súrsson. Foreldrar og aðrir eru velkomnir á sýninguna og aðgangseyrir er enginn.

 

Gísli Súrsson

 Gísli Súrsson.jpg

Vinsælasta leikrit Vestfjarða hefur verið sýnt um 250 sinnum bæði hér heima og víða erlendis. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og gjörast brátt hinir mestu höfðingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger.

 

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Jón Stefán Kristjánsson

Leikari: Elfar Logi Hannesson

Leikstjórn: Jón Stefán Kristjánsson

Verðlaun: Leiklistarhátíðin Integra Hannover Þýskalandi - Besta handrit. Leiklistarhátíðin Albamono Korce Albaníu - Besta sýningin.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?