Leigufélagið Bústaður hses. auglýsir til umsóknar eina íbúð í almenna íbúðaleigukerfinu

Leigufélagið Bústaður hses. auglýsir til umsóknar eina íbúð í almenna íbúðaleigukerfinu

Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð að Lindarvegi 5f. Íbúðin er 93 fm.

Íbúðin er laus frá 1. júlí 2023.

Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.

Markmið Bústaðar hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta úr brýnni þörf á auknu íbúðarhúsnæði í Húnaþingi vestra og um leið bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu. Um byggingu og útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.

Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Uppfylla kröfur um tekjuviðmið skv. 10. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
  • Búa við ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu eða öryggisleysi í húsnæðismálum.
  • Hafa ekki möguleika á að kaupa eigin húsnæði og/eða leigja á almennum leigumarkaði án sérstakrar aðstoðar.

Forgangsröðun
Leigufélagið Bústaður hses. forgangsraðar umsóknum sem hér segir:

1. Einstaklingur með barn/börn á sínu framfæri.
2. Sambúðafólk með barn/börn á framfæri.
3. Par í sambúð.
4. Einstaklingur.

Tekju- og eignamörk
Við upphaf leigu almennra íbúða skulu árstekjur leigjenda vera í samræmi við 2. gr. reglugerðar nr. 183/2020 með síðari breytingum. Skv. fyrrgreindri reglugerð mega þær ekki nema hærri fjárhæð en 7.696.000 kr. fyrir hvern einstakling en 10.775.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Við þá fjárhæð bætast 1.924.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimlinu. Með tekjum er í reglugerð þessari átt við allar tekjur samkv. II. kafla laga um tekjuskatt nr. 90/2003, samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1.,3.,4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30 gr. og frádráttar skv. 31. gr. sömu laga.

Samanlögð heildareign leigjenda almennra íbúða að frádregnum heildarskuldum við upphaf leigu, með vísan til 72. -75. gr. laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs staðfestu af ríkisskattstjóra, skal ekki nema hærri fjárhæð en 8.307.000 kr.

Umsóknarferli og úthlutun
Umsóknir um leigu almennra íbúða skulu berst rafrænt á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna hér og á heimasíðu Húnaþings vestra undir „Umsóknir og eyðublöð“. Með umsókn skal fylgja afrit af skattframtali síðasta árs og afrit af þremur síðustu launaseðlum umsækjanda.

Stjórn leigufélagsins Bústaðar hses. úthlutar íbúðunum eftir að farið hefur verið farið yfir allar umsóknir. Almennum íbúðum er úthlutað samkvæmt forgangsröðun Bústaðar hses. og á grundvelli stigagjafar.

Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2023.

Rafrænt umsóknareyðublað er að finna hér.

Fyrirspurnir berist til sveitarstjóra á netfangið unnur@hunathing.is eða í síma 455 2400.

Var efnið á síðunni hjálplegt?