Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna. Um er að ræða fullt starf. Safnvörður ber ábyrgð á daglegu starfi byggðasafnsins, m.a. safnkennslu, skráningu, miðlun og kynningarmálum.
Hæfniskröfur
Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Þekking á safnastarfi.
Góð samstarfshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni.
Mjög góð íslensku og enskukunnátta.
Miðað er við að nýr safnvörður hefji störf þann 1. mars næstkomandi. Búseta í Húnaþingi vestra er mjög æskileg. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður safna og umsóknir skulu sendar til hennar í pósti eða á netfangið solveig@hunathing.is. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k
Möguleiki er að leigja íbúð á staðnum.
Sólveig Hulda Benjamínsdóttir
Forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra