Laust er starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra

Laust er starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra

 

Meðal verkefna slökkviliðsstjóra eru daglegur rekstur slökkviliðs, fræðsla og þjálfun slökkviliðsmanna, dagleg umhirða og minniháttar viðhald búnaðar, ásamt eldvarnareftirliti á starfsvæði Brunavarna Húnaþings vestra og öðru því sem til fellur innan starfssviðs samkvæmt lögum og reglugerðum sem við eiga.

Slökkviliðsstjóri gengur bakvaktir á móti varaslökkviliðsstjóra og varðstjórum eftir nánara samkomulagi. Slökkviliðsstjóri er æðsti yfirmaður slökkviliðsins og heyrir beint undir sveitarstjóra. Slökkvistöð Brunavarna Húnaþings vestra er staðsett á Hvammstanga.

Starfshlutfall er 50% auk bakvakta.

Umsækjendur skulu uppfylla ákvæði 2.mgr. 15. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í stjórnun og hæfni í mannlegum samskiptum og aukin ökuréttindi í fl. C.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LSS og launanefndar sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri í síma 455 2400.

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2021, og skal senda umsóknir á Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, merkt: “Slökkviliðsstjóri – Brunavarnir Húnaþings vestra”, eða á netfangið: rjona@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?