Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar 2014

Rúmlega 600 unglingar, leiðtogar og prestar af öllu landinu koma saman á Hvammstanga til þess að fræðast, gleðjast og uppbyggjast í trú, von og kærleika.

 

Laugardaginn 25. október frá kl. 14-16 verður mótið opið almenningi en þá hefst karnival í Íþróttahúsinu á Hvammstanga. Þar verður ýmislegt í boði fyrir börn og fullorðna. M.a.:

  • Hægt að sjá afrakstur hópavinnunnar,

  • Sjá leik,- söng- og dansatriði á sviði,

  • Hægt að kaupa sér pylsu, pönnuköku eða vöfflu,

  • Börnin geta föndrað, farið í andlitsmálun og leiki, fengið gasblöðru og popp.

 

Í hópastarfinu á laugardeginum frá kl. 13-14 verður að hægt að kaupa bílaþvott við Söluskálann Hörpu  

 

Allur ágóði af karnivali og hópastarfi rennur til styrktar alnæmisverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.

Lokamessa landsmóts ÆSKÞ

 

Lokamessa Landsmóts ÆSKÞ verður haldin í Íþróttahúsinu á Hvammstanga sunnudaginn 26. október kl. 11.00.

Hljómsveitin Sálmar sér um tónlistarflutninginn í messunni og leiðir  kröftugan sálmasöng. Unglingar úr Æskulýðsfélagi Hvammstangakirkju flytja tónlistaratriði

Sóknarpresturinn á Hvammstanga stýrir messu en sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup prédikar.

 


Sjá nánar á heimasíðu http://www.aeskth.is/



 

Var efnið á síðunni hjálplegt?