Kynningarfundur - flokkun og endurvinnsla

Kynningarfundur - flokkun og endurvinnsla

Kynningarfundur vegna innleiðingar á endurvinnslutunnum í sveitarfélaginu, verður haldin fimmtudaginn 27. október í félagsheimilinu Hvammstanga frá kl. 18:00-19:00

-          Fulltrúar frá Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf og Gámaþjónustunni hf. munu m.a.  fara yfir flokkun og endurvinnslufarveg úrgangsins.

-          Sviðsstjóri hjá fatasöfnun Rauða krossins verður með kynningu á fataflokkun og fataverkefnum Rauða krossins.

Kynnt verður ný staðsetning fatagáma Rauða krossins við gámastöðina Hirðu.

Til sýnis verða ýmsar útfærslur af flokkunarílátum til notkunar innanhús, ásamt endurvinnslutunnunni og nýjum fatagám Rauða krossins. 

Endurvinnslutunnu uppl.JPG

Húnaþing vestra leggur til endurvinnslutunnur án sérstaks gjalds. Tunnurnar verða afhentar hverju og einu heimili og eftir það verða þær eign íbúðareiganda, sem mun bera alla ábyrgð á tunnunni. Mikilvægt er að koma tunnunni fyrir við hlið sorptunnunnar og festa hana með þar til gerðum festingum.

Endurvinnslutunnan verður losuð um leið og tunnan fyrir almennt heimilissorp.
Sorphirðuverktaki sveitarfélagsins, Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar, verður með tveggja hólfa bíl, svo engin hætta er á að endurvinnsluefnin blandist almenna sorpinu.

Lúgurnar verða áfram á girðingu Hirðu um ókominn tíma. Þar verður hægt að koma með endurvinnsluefni ef tunnan fyllist. Jafnframt er mikilvægt að koma með stærri umbúðir á opnunartíma Hirðu og er það gjaldfrítt fyrir íbúa.


Mikilvægt er að allir leggi sig fram við að skila endurvinnsluefnum hreinum og þurrum í endurvinnslutunnuna. 

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar hefur samið við Björgunarsveitina Húna um að útdeila endurvinnslutunnunum. Hvert heimili verður heimsótt og tunnan ásamt kynningarhandbók afhent íbúum. Áæltað er að dreifing á tunnunum fari fram í byrjun nóvember, nánar auglýst síðar.

Íbúar Húnaþings vestra eru hvattir til að mæta á fundinn,

því núna taka allir þátt í að flokka, enginn verður undanskilin.

Var efnið á síðunni hjálplegt?