Kynningarfundur

Kynningarfundur

Á fundi sveitarstjórnar þann 14. janúar sl. voru skipaðir tveir starfshópar sem nýlega skiluðu niðurstöðum vinnunnar til sveitarstjórnar.

Boðað er til kynningarfundar á niðurstöðum starfshóps um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi og starfshóps um fjölnota rými í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.

Fundurinn verður haldinn 10. júní kl. 17 í safnaðarheimili Hvammstangakirkju.

Íbúar eru hvattir til að koma og kynna sér niðurstöður starfshópanna.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?