Kynningarátak fyrir Húnaþing vestra

1456652_714417071902057_1973604691_a.jpgnn4logo.jpg

Nýverið var undirritaður samningur milli Húnaþings vestra og sjónvarpsstöðvarinnar N4 um gerð kynningarefnis fyrir Húnaþing vestra. Í samningnum er m.a. tiltekið að unnið verði að eftirtöldum verkefnum í Húnaþingi vestra frá apríl 2014 - apríl 2015.

a)       Framleiðsla og sýningar á 4 þáttum af „Óvissuferð í Húnaþingi“.

b)       Framleiðsla og sýningar á heimildarþætti um Húnaþing vestra.

c)       Framleiðsla og sýningar á 75 innslögum frá Húnaþingi vestra

í þættinum „Að norðan“.

Gerð þessa kynningarefnis og fjármögnun er í samræmi við samkomulag Húnaþings vestra og verkefnisstjórnar um Sóknaráætlanir landshluta um markaðssetningu á búsetukostum, atvinnuuppbyggingu og innviðum í Húnaþingi vestra.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra væntir þess að átak þetta verði til að varpa ljósi á þá fjölmörgu kosti sem til staðar eru í sveitarfélaginu, bæði almenna búsetukosti og tækifæri til fjárfestinga og framkvæmda auk þess sem fjölbreyttu félags- og menningarlífi héraðsins verði gerð góð skil.

 

Hvammstangi 28. apríl 2014 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?