Kynning á tillögu að deiliskipulagi Borgarvirkis

Kynning á tillögu að deiliskipulagi Borgarvirkis

 

Þessa dagana stendur yfir deiliskipulagsgerð fyrir Borgarvirki. Skipulagssvæðið er 3,7 ha að stærð og nær yfir virkið og nánasta umhverfi þess. Deiliskipulagið er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti. Teiknistofa Norðurlands í samvinnu við Minjastofnun Íslands hefur mótað deiliskipulagstillöguna í samráði við hagsmunaaðila og skipulags og umhverfisráð Húnaþings vestra.

 

Hagsmunaaðilar og allir þeir sem vilja kynna sér gögn skipulagsins geta skoðað þau í Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga þann 27. október n.k. kl. 9:00-12:00 eða skv. samkomulagi.  Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist undirritaðri fyrir kl. 16:00, þann 1 . nóvember n.k.  á netfangið ina@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?