KYNJA ÞETTA - OG JAFNRÉTTI HITT !!!

Í Félagsheimilinu á Hvammstanga mun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari, kynja og jafnréttisfræðari flytja fyrirlestur um jafnréttismál.

Farið verður í helstu birtingarmyndir jafnréttismála – frá sjónarhóli pilta og stúlka – karla og kvenna. Til dæmis áhrif auglýsinga, þvingandi kynhlutverk, útlitskröfur, sjálfsmynd og samskipti. Þá verður sérstaklega tekin fyrir umræða um klám og klámvæðingu: Hvað er í kláminu? Hver eru áhrifin á bæði kynin og samfélagið í heild.

Félagsmálaráð Húnaþings vestra vill hvetja alla íbúa til að mæta til að hlusta á málefni sem varðar okkur öll.

Var efnið á síðunni hjálplegt?