Kvíði barna - örnámsskeið

Kvíði barna - örnámsskeið

Kvíði barna

-Örnámskeið fyrir foreldra og kennara barna með kvíðaeinkenni-

 

Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 29. mars í Félagsheimili Hvammstanga og hefst kl. 17. Námskeiðið er um tveir og  hálfur tími með stuttri pásu þar sem súpa verður í boði.

 Leiðbeinandi á námskeiðinu er

Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur.

 Ester hefur starfað sem sálfræðingur á Þroska– og hegðunarstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og kennt þar á fjölda námskeiða fyrir foreldra og börn, meðal annars námskeiðið Uppeldi sem virkar, námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, Snillinganámskeið fyrir börn með ADHD, námskeið fyrir ungar mæður og á námskeiðinu Klókir krakkar sem ætlað er börnum með kvíða og foreldrum þeirra.

 Skráning fer fram á netfanginu grunnskoli@hunathing.is,
verð er 2000 kr. á heimili.
Síðasti skráningardagur 28. mars

Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um:

  • Eðli kvíða
  • Helstu einkenni kvíða
  • Helstu kvíðaraskanir hjá börnum
  • Hvernig hamlandi kvíði verður til og hvernig hann viðhelst
  • Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir þróun kvíða
  • Hvað er hægt að gera til að minnka kvíða

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?