Kvennafjölmenningarverkefni Húnaþings vestra í fullum gangi

Kvennafjölmenningarverkefni Húnaþings vestra í fullum gangi

Vonandi hafa sem flestir heyrt af samstarfi sveitarfélagsins Húnaþings vestra við Gretu Clough og listamanninn Juanjo Ivaldi Zaldívar. Ætlunin með samstarfinu er að gera ljósmyndasýningu og vonandi bók um konur af erlendum uppruna sem búsettar eru í Húnaþingi vestra.

Myndirnar munu sýna á heiðarlegan og fallegan hátt uppruna og venjur kvennanna og fagna framlagi þeirra til fjölmenningar hér í Húnaþingi vestra. Einnig vonumst við til að sýningin og bókin muni opna á umræðuna um stöðu erlendra kvenna á svæðinu og upplifun þeirra á íslensku samfélagi. Nú þegar er búið að ræða við og ljósmynda fjölmargar konur sem búa á svæðinu. Má þar nefna konur frá Svíþjóð, Sýrlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Ungverjalandi, Danmörku, Póllandi, Tailandi, Litháen, Hollandi, Frakklandi, Grikklandi og Makedóníu. Afraksturinn af verkefninu verður svo sýndur á ljósmyndasýningu á hátíðinni Eldur í Húnaþingi sumarið 2023. Hægt og rólega erum við svo að setja myndir og upplýsingar inná Fb grúppuna “fjölmenningarverkefni kvenna í máli og myndum” með slóðina https://www.facebook.com/groups/599597322222641 og hvetjum við sem allra flesta til að fylgjast með verkefninu þar. Eins ef þið vitið um konur sem komnar eru til búsetu í Húnaþingi vestra sem vilja taka þátt í þessu frábæra verkefni þá endilega hvetja þær til þess og hafa þá samband við Gretu á netfanginu handbendi@gmail.com eða Þórunni netfang thorunn.yr@hunathing.is Með von um að sem flestir njóti myndanna, sagnanna og sjái hvað samfélagið okkar er fjölbreytt og frábært.

Var efnið á síðunni hjálplegt?