Könnun um líðan og félagslega stöðu eldra fólks í Húnaþingi vestra (67 ára og eldri)

Könnun um líðan og félagslega stöðu eldra fólks í Húnaþingi vestra (67 ára og eldri)

Nú stendur yfir könnun um líðan og félagslega stöðu eldra fólks í Húnaþingi vestra og er miðað við 67 ára og eldri. 

Hér er tengill á könnunina

Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um líðan og félagslega stöðu eldra fólks í Húnaþingi vestra.

Niðurstöður verða nýttar til að leita leiða til að draga úr félagslegri einangrun og auka virkni. Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Hugað verður að persónuvernd við alla úrvinnslu og ekki verða birtar niðurstöður fyrir litla hópa þar sem möguleiki er á persónugreinanlegum upplýsingum. Öllum svörum verður eytt þegar úrvinnslu er lokið.
Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningum og að lokinni könnun stendur til boða að tengslaráðgjafi verði áfram í sambandi við þátttakendur með símtali eða heimsókn, til að stuðla að aukinni virkni eða veita frekari upplýsingar um þjónustu á svæðinu.
 
Einnig er hægt að bóka viðtal hjá tengiráðgjafa með því að senda tölvupóst á tengiradgjafi@hunathing.is  
Var efnið á síðunni hjálplegt?