Kæru foreldrar og forráðamenn

Nú hlakka allir til að fara á þorrablót, ekki síst unglingarnir! Það er gaman að koma saman, borða þorramat, hlæja yfir skemmtiatriðum og dansa langt fram á nótt! En við vitum öll að þar er líka áfengi haft um hönd.

Við viljum hér með hvetja ykkur til þess að taka meðvitaða ákvörðum um hvort unglingur á heimilinu fær að fara á þorrablót og hvernig þið viljið gæta þess að hann neyti ekki áfengis eða annarra vímuefna ef hann fer. Þó að aldurstakmark fyrir þorrablót sé oftast miðað við 16 ára megum við ekki gleyma, að ábyrgð foreldra/forráðamanna nær til 18 ára aldurs barna og aldurstakmark áfengisneyslu er 20 ára! Hvert ár sem unglingur bíður með að smakka áfengi skiptir miklu máli þegar horft er til alvarlegra afleiðinga áfengisneyslu!

Munum að það er okkar að hugsa um heilsu og framtíð einstaklinga sem eru í okkar umsjá!

Stýrihópur um forvarnir í Húnaþingi vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?