Jólagjafahugmyndir fyrir fyrirtæki

Jólagjafahugmyndir fyrir fyrirtæki

SSNV hyggst safna saman jólagjafahugmyndum, frá sölu- eða þjónustuaðilum á Norðurlandi vestra, sem henta fyrirtækjum á svæðinu í jólapakka til starfsmanna. Verslun jólagjafa í heimabyggð er mikilvægur liður í eflingu atvinnulífs í landshlutanum og á það ekki síður við um fyrirtæki en einstaklinga.

 

Þau fyrirtæki/framleiðendur sem selja vöru eða þjónustu sem hægt er að kaupa í einhverju magni og hentar fyrirtækjum til gjafa til starfsmanna geta nú skráð vöru/þjónustuframboð sitt. Upplýsingarnar verða svo birtar á heimasíðu SSNV og jafnframt á facebook síðu samtakanna.

 

Skráningin fer fram á eyðublaði sem aðgengilegt er hér.

 

Við hvetjum sem flesta sem hafa upp á vörur eða þjónustu sem hentar í þessu augnamiði að skrá sig. Svo hvetjum við auðvitað fyrirtæki í landshlutanum til að nýta upplýsingarnar og versla í sinni heimabyggð.

 

PS....fyrirtæki sem staðsett er utan Norðurlands vestra mega að sjálfsögðu líka nýta sér upplýsingarnar

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?