Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra 2023-2026 samþykkt

Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra 2023-2026 samþykkt

Á 371. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 14. september var ný jafnréttisáætlun fyrir Húnaþing vestra samþykkt. Áætlunin byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt allra einstaklinga. Byggðarráð fer með hlutverk jafnréttisnefndar og hefur umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára í senn.

Áætlunin mikilvægt verkfæri til að vinna að jafnri stöðu íbúa sveitarfélagsins á öllum sviðum samfélagsins. Í áætluninni felst viðurkenning á því að grípa þurfi til sérstakra aðgerða til að raunverulegt jafnrétti milli ólíkra þjóðfélagshópa náist. Áætlun um jafnréttismál, með skýrum markmiðum og tímasettri aðgerðaáætlun, þar sem ábyrgð og eftirfylgni er tryggð, gegnir veigamiklu hlutverki þegar unnið er að jafnrétti. 

Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra 2023-2026.

Var efnið á síðunni hjálplegt?