Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra

Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra

Í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt allra einstaklinga er í gildi jafnréttisáætlun fyrir starfsemi Húnaþings vestra. Áætluninn gildir fyrir árin 2023-2026 og er í henni tekið á hvernig unnið skal að kynja- og jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sveitarfélagsins. Tiltekin eru markmið og aðgerðir til að stuðla að jafnrétti í þjónustu sveitarfélagsins og í starfsmannamálum.

Auk þess að setja kröfur á sveitarfélagið setur áætlunin kröfur á fyrirtæki, hlutafélög og aðila að samstarfsverkefnum sem sveitarfélagið er þátttakandi í, um að huga að jafnri stöðu og jöfnum rétti allra einstaklinga.

Öll þau sem eru í samstarfi við sveitarfélagið eru hvött til að kynna sér áætlunina sem er aðgengileg hér

Var efnið á síðunni hjálplegt?