Íþrótta- og tómstundafulltrúi og starfsmaður í Órion

Tanja M. Ennigarð hefur verið ráðin í starf Íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Tönju þarf vart að kynna fyrir íbúum sveitarfélagsins, hún hefur búið í Húnaþingi vestra síðan 1993 en upphaflega kemur hún frá Vestmanna í Færeyjum.

Tanja  hefur sinnt starfi Íþrótta- og tómstundafulltrúa  í afleysingum en tekur nú  við starfinu af Karólínu Gunnarsdóttur sem er flutt  til Noregs.

Þá hefur Jóhanna Sigtryggsdóttir sem starfað hefur að barna- og  unglingastarfi hjá sveitarfélaginu undanfarin ár, nú verið ráðin í hlutastarf í félagsmiðstöðinni Órion.

 

Um leið og við þökkum Karólínu fyrir samstarfið bjóðum við Tönju og Jóhönnu velkomnar  og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?