Íbúum í Húnaþingi vestra fjölgar um 30 það sem af er ári

Íbúum í Húnaþingi vestra fjölgar um 30 það sem af er ári

Hagstofan hefur gefið út nýjar mannfjöldatölur eftir þriðja ársfjórðung þessa árs. Afar ánægjulegt er að sjá að frá fyrsta ársfjórðungi ársins hefur íbúum í Húnaþingi vestra fjölgað um 30. Er fjölgunin um 2,4%. Á sama tíma fjölgar íbúum á Norðurlandi vestra í heild um tæplega 1%. Á landinu öllu fjölgar íbúum á milli 1. og 3. ársfjórðungs um ríflega 1,5%. Í lok þriðja ársfjórðungs töldu landsmenn allir 396.930. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?