Íbúar Húnaþingi vestra

Nú á næstu dögum munu hefjast framkvæmdir við endurnýjun vatnslagna í Hlíðarvegi, á milli Norðurbrautar og Melavegar.

Húnaþing vestra biður íbúa velvirðingar á þeim óþægindum sem af framkvæmd þessari kunna að hljótast. Um tímabundin óþægindi getur verið að ræða. Við munum kappkosta að eiga sem best samskipti við íbúa og aðra vegfarendur. Lokað verður fyrir bílaumferð um þennan hluta Hlíðarvegar meðan endurnýjun stendur yfir en opið fyrir gangandi vegfarendur. Umferð verður beint um hjáleiðir. Kappkostað verður að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma. Að þessu loknu mun fljótlega verða farið í malbiksyfirlögn á þessum kafla Hlíðarvegar og Brekkugötu frá Hvammstangabraut að Strandgötu.

Tæknideild Húnaþings vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?