Mánudaginn 15. janúar 2018 kl. 20:00 – 22:00 verður haldinn íbúafundur um deiliskipulagstillögu hafnarsvæðisins í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfræðingur hjá Landmótun sf. mun kynna deiliskipulagstillöguna og Engilbert Runólfsson verktaki, sem sótt hefur um lóð að Höfðabraut 28, mun kynna sínar hugmyndir um byggingu 5 hæða 20 íbúða hús.
Þeir Óskar og Engilbert sitja fyrir svörum ásamt fulltrúa sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa.
Boðið verður uppá kaffi og kleinur.
Sveitarstjóri
Skipulagslýsingu má finna HÉR
Þrívíddarmyndir af mögulegu fjölbýlishúsi við Höfðabraut

Myndvinnsla: Ask arkitekar