Hvammstangabíó - sýningavélar

Hvammstangabíó - sýningavélar

Óskað eftir tilboðum / áhuga á varðveislu sýningavéla og búnaðar úr gamla Hvammstangabíói

Húnaþing vestra óskar eftir tilboðum eða lýsingum á áhuga aðila á að nýta og/eða varðveita sýningavélar gamla Hvammstangabíós og þann búnað sem þeim fylgir.

Aðilar eru hvattir til að senda inn tilboð eða greinargerð þar sem eftirfarandi kemur fram:

  • Hvort óskað sé eftir að kaupa tækin eða taka þau til varðveislu,
  • hvernig fyrirhugað er að nýta eða varðveita búnaðinn,
  • hvaða aðstöðu aðili hefur til varðveislu (t.d. geymsla, sýning, aðgengi almennings o.s.frv.).

Tilboð skulu fela í sér að viðkomandi aðili fjarlægi sýningavélarnar og tilheyrandi búnað á eigin kostnað, eigi síðar en fyrir lok febrúar 2026.

Við mat á tilboðum verður fyrst og fremst horft til þess hversu líklegt er að búnaðurinn verði varðveittur vel og að veittur verði frekari aðgangur að honum, til dæmis í sýningar-, menningar- eða fræðsluskyni.

Tilboðum/greinargerð skal skilað hér í síðasta lagi 1. febrúar 2026.

Framkvæmdaráð Húnaþings vestra mun meta innsendar tillögur. Telji ráðið að tveir eða fleiri aðilar standi jafnt að vígi við matið, verður dregið á milli þeirra.

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson í síma 8625466 eða siggi@hunathing.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?