Húnaþing vestra auglýsir laust starf forstöðumanns vinnuskóla og sláttuhóps

Húnaþing vestra auglýsir laust starf forstöðumanns vinnuskóla og sláttuhóps

Viðkomandi þarf að þarf að vera góð fyrirmynd, sterkur leiðtogi og hafa áhuga á að vinna með ungmennum.

Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri vinnuskólans og heyrir undir rekstrarstjóra.

Gildi vinnuskólans eru virðing, jákvæðni og metnaður.

Starfstími er frá 1. maí til loka ágúst 2022.

Helstu verkefni:

Umsjón og verkstjórn í vinnuskóla ungmenna.

Tilfallandi verkefni sem falla undir þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hafið sé háskólanám sem nýtist í starfi, kostur ef um uppeldismenntun er að ræða
  • Viðkomandi hafi náð 23 ára aldri.
  • Reynsla af störfum með ungmennum er kostur
  • Góð samskiptahæfni, skipulags­færni og eiga gott með að hafa yfirsýn
  • Hæfni til að stuðla að jafnræði og réttlæti í samfélaginu
  • Áhugi á umhverfismálum
  • Bílpróf
  • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 14. mars nk. og skulu umsóknir berast á netfangið skrifstofa@hunathing.is merk „Forstöðumaður vinnuskóla og sláttuhóps“

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið og sýn á góðan vinnuskóla.

Var efnið á síðunni hjálplegt?