Hreyfivika UMFÍ 2019

Hreyfivika UMFÍ 2019

Húnaþing vestra tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) fimmta árið í röð. Hreyfivikan í ár verður dagana 27. maí -2. júní n.k.

Tilgangur Hreyfivikunnar er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum þannig að fólk hreyfi sig a.m.k. 30 mínútur á dag.

Mánudaginn 27. maí hefst sundkeppni sveitafélaga, blöð liggja frammi í afgreiðslu sundlaugar og  allir skrá niður þá metra sem þeir synda.

Verið er að búa til dagsskrá sem verður kynnt betur inn á facebooksíðu hreyfiviku Húnaþing vestra á allra næstu dögum.

Við hvetjum alla til að nýta sér þetta skemmtilega tækifæri, sleppum bílnum ef við getum einnig hvetjum við starfsmenn fyrirtækja til að nýta kaffi og matartíma í hreyfingu.  

Hreyfum okkur samann og höfum gaman.

Sjá facebook síðu

Var efnið á síðunni hjálplegt?