Hreyfileikur fyrir alla fjölskylduna

Hreyfileikur fyrir alla fjölskylduna

Nú er tækifærið fyrir alla fjölskylduna að hreyfa sig saman með því að taka þátt í skemmtilegum fjölskylduleik í Hreyfivikunni.

 

Það sem þið gerið er eftirfarandi:

Takið þátt í neðangreindum viðburðum, takið myndir af ykkur í hverjum viðburði fyrir sig og sendi þær á netfang tanja@hunaþing.is eða símanúmer 858-1532 (myndirnar verða ekki birtar á neinum miðlum án samþykkis).   Skilafrestur til kl. 22:00 sunnudaginn 3. júní 2018.

 

Vinningar:

1. Árskort í Íþróttamiðstöð fyrir fjölskylduna

2. Matarkarfa að andvirði 20.000 krónur í KVH

3. Árskort fyrir fjölskylduna í sund

 

Fjölskyldan þarf að taka þátt í eftirfarandi (og mynda):

1. Fjölskyldan í sundi

2. Fjölskyldan í fjöruferð

3. Fjölskyldan í göngu- eða hjólreiðatúr

4. Fjölskyldan í körfubolta

5. Fjölskyldan í fótbolta

6. Fjölskyldan í golfi á púttvellinum við Heilsugæslustöðina (hægt að fá kylfur í íþróttamiðstöð)

7. Fjölskyldan upp á vatnstanknum á Hvammstanga

8. Fjölskyldan að taka þátt í einhverjum skipulögðum hreyfiviðburði sem boðið er upp á í  Hreyfivikunni.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?