Hreinsunardagar 2013

Dagana 10.-12. júní n.k. fara starfsmenn sveitarfélagsins um Hvammstanga og Laugarbakka og fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

 

Skorað er á íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja að taka vel á móti sumrinu og snyrta lóðir/landareignir sínar og nærsvæði.

 

Vegna sumarkomu og hreinsunardaga þá verður auka opnun í Hirðu sem hér segir:

Sunnudaginn 9. Júní frá kl. 14:00-17:00

Mánudaginn 10. Júní frá kl. 14:00-17:00

Fastur opnunartími er miðvikudaga og föstudaga frá kl. 14:00-17:00 og laugardaga frá kl. 11:00-15:00

 

Framkvæmda- og umhverfissvið

Var efnið á síðunni hjálplegt?