Hreinsunar-og tiltektarátak

Hreinsunar-og tiltektarátak

Íbúar allir, forsvarsmenn fyrirtækja og rekstraraðilar eru hvattir til að taka þátt í hreinsunarátaki sveitarfélagsins og taka til í sínu nærumhverfi, tína upp rusl, hreinsa plast af girðingum, raða upp heillegum hlutum og farga því sem ónýtt er.

 

Í tilefni átaksins verður lengdur opnunartími Hirðu laugardaginn 10. júní frá kl. 11:00-17:00

 

Bendum á  reglugerð um hollustuhætti 941/2002 og minnum á að hægt er að leigja afgirt og læst geymslusvæði hjá sveitarfélaginu að Syðri Kárastöðum. Gjaldskrá geymslusvæða er nú árið 2023:

25 m2 svæði ,kr. 3.215 á mánuði. 50 m2 svæði, kr. 4.205 á mánuði. 100 m2 svæði, kr. 8.600 á mánuði.

 

  • Tökum vel á móti sumrinu og hjálpumst að við að gera sveitarfélagið okkar hreinlegra og betra

 

Umhverfissvið Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?