Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna

Landsátakið Hjólað í vinnuna hefst 5. maí næstkomandi.

Hvetjum öll fyrirtæki í Húnaþingi vestra stór sem smá að taka þátt í ár.

Hjólað í vinnuna snýst ekki bara um hjólreiðar heldur það að ferðast í vinnuna með virkum ferðamáta, ganga, hlaupa, hjóla og svo framvegis.

Átakið stendur yfir í 3 vikur og aðalkeppnin snýst um að fá sem flesta til að vera með en það skiptir þá ekki máli hver kílómetrafjöldinn er á leiðinni í og úr vinnu heldur hversu margar skráningarnar eru.

Þeir sem vilja keppast um kílómetrafjölda geta gert það í kílómetrakeppninni.

Drífum okkur af stað og tökum þátt í skemmtilegri og heilsusamlegri keppni. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningu er að finna heimasíðu verkefnisins. Hjólað í vinnuna

Skráning er þegar hafin https://www.hjoladivinnuna.is/um-hjolad/hvernig-skrai-eg-mig-til-leiks/

Tanja Ennigarð Íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?